Innlent

Leituðu að manni vopnuðum haglabyssu í Breiðholti

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Götum var lokað við Krummahóla og Lóuhóla á meðan leit stóð yfir.
Götum var lokað við Krummahóla og Lóuhóla á meðan leit stóð yfir. Vísir/Jóhann K.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leituðu að vopnuðum manni í Breiðholti í kvöld og fyrri part nætur.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan ellefu í kvöld um að maður með haglabyssu væri á ferð í hverfinu.

Tilkynningin var tekin mjög alvarlega og var viðbúnaður sérsveitar og lögreglu í samræmi við hana. Ítarleg leit stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund en skilaði ekki árangri. Þá var farið yfir myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og skilaði það heldur ekki árangri.

Á meðan aðgerðum stóð var götum lokað tímabundið við Krummahóla. Aðgerðum er nú lokið

Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum við Krummahóla og OrrahólaVísir/Jóhann K.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×