Hundruð ókunnugra syrgðu með ekklinum í útför fórnarlambs í skotárásinni í El Paso Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 22:31 Öllum var boðið í jarðarförina. AP/Jorge Salgado Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13