Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 22:15 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“ Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira