Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Kolbeinn Tumi Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.” Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.”
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira