Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Kolbeinn Tumi Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.” Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.”
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira