Ég er eins og ég er Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, yfirgangi og óréttlæti. Átök stóðu heila helgi og nokkur þúsund manns tóku þátt. Máttur samstöðunnar var virkjaður og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2019 minnumst við þess að hálf öld er liðin frá þessari merkilegu uppreisn sem af mörgum er talin vera viðburðurinn þar sem réttindabarátta hinsegin fólks hófst af krafti. Um leið eru tuttugu ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst fram hátíðahöldin sem í dag nefnast Hinsegin dagar og ná hámarki með Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks sem nú fagnar fjölbreytileikanum á þessari litríku hátíð sýnir þá ótrúlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hér á landi á fáeinum árum og áratugum.En hvað með kynlífið þitt? Ég er þakklátur fyrir að hafa nær aldrei mætt mótlæti sökum kynhneigðar minnar. Fordóma í garð hinsegin fólks er hins vegar enn að finna á Íslandi og sögur fólksins jafnmargar og fólkið er margt. Samkvæmt nýrri óformlegri könnun sem unnin var á vegum Hinsegin daga, um málefni hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði, telja 15% þeirra sem svöruðu að þau hafi færri tækifæri á vinnumarkaði samanborið við þau sem ekki eru hinsegin. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdar kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Í fyrra voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði en í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn meðferð einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í þessu felst mikilvæg réttarbót. En við þurfum líka að rýna í menninguna og breyta henni. Vindar geta breyst hratt og við megum aldrei sofna á verðinum. Þau sem vörðuðu veginn Löggjafinn þarf á hverjum tíma að tryggja að hann fari á undan með góðu fordæmi. Til þess þarf bæði vilja og þor. Nýsamþykkt lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði felur í sér afar mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi og með samþykkt þeirra skipar Ísland sér í fremstu röð á heimsvísu í málefnum hinsegin fólks. Kjarninn í nýju lögunum er að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt fólks. Í Gleðigöngunni á laugardag ætla ég að hugsa til fólks um allan heim sem berst fyrir því að lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra. Í göngunni ætla ég líka að hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa í gegnum árin tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og allra hetjanna sem vörðuðu veginn. Ég er eins og ég er. Við þurfum ekki öll að vera eins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hinsegin Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, yfirgangi og óréttlæti. Átök stóðu heila helgi og nokkur þúsund manns tóku þátt. Máttur samstöðunnar var virkjaður og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2019 minnumst við þess að hálf öld er liðin frá þessari merkilegu uppreisn sem af mörgum er talin vera viðburðurinn þar sem réttindabarátta hinsegin fólks hófst af krafti. Um leið eru tuttugu ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst fram hátíðahöldin sem í dag nefnast Hinsegin dagar og ná hámarki með Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks sem nú fagnar fjölbreytileikanum á þessari litríku hátíð sýnir þá ótrúlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hér á landi á fáeinum árum og áratugum.En hvað með kynlífið þitt? Ég er þakklátur fyrir að hafa nær aldrei mætt mótlæti sökum kynhneigðar minnar. Fordóma í garð hinsegin fólks er hins vegar enn að finna á Íslandi og sögur fólksins jafnmargar og fólkið er margt. Samkvæmt nýrri óformlegri könnun sem unnin var á vegum Hinsegin daga, um málefni hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði, telja 15% þeirra sem svöruðu að þau hafi færri tækifæri á vinnumarkaði samanborið við þau sem ekki eru hinsegin. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdar kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Í fyrra voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði en í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn meðferð einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í þessu felst mikilvæg réttarbót. En við þurfum líka að rýna í menninguna og breyta henni. Vindar geta breyst hratt og við megum aldrei sofna á verðinum. Þau sem vörðuðu veginn Löggjafinn þarf á hverjum tíma að tryggja að hann fari á undan með góðu fordæmi. Til þess þarf bæði vilja og þor. Nýsamþykkt lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði felur í sér afar mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi og með samþykkt þeirra skipar Ísland sér í fremstu röð á heimsvísu í málefnum hinsegin fólks. Kjarninn í nýju lögunum er að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt fólks. Í Gleðigöngunni á laugardag ætla ég að hugsa til fólks um allan heim sem berst fyrir því að lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra. Í göngunni ætla ég líka að hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa í gegnum árin tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og allra hetjanna sem vörðuðu veginn. Ég er eins og ég er. Við þurfum ekki öll að vera eins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun