Esther fyrsti kjörni ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 23:59 Esther Hallsdóttir er mannfræðingur og verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi. Mynd/Aðsend. Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór á Háskólatorgi Háskóla Íslands í kvöld. Alls voru 10 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Esther, fulltrúi UE, hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Esther er verkefnastjóri UNICEF á Íslandi og menntaður mannfræðingur. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands og auk þess að hafa verið í hagsmunabaráttu stúdenta hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands.Í framboðsræðu sinni talað Esther fyrir mikilvægi þess að vinna eftir þeirri stefnu sem ungmenni hafa sameiginlega mótað á vettvangi LUF einkum þegar kemur að því að tryggja þátttökurétt.„Við erum loksins að fá tækifæri til að koma hagsmunamálum íslenskra ungmenna á framfæri á þessum vettvangi. Að hafa í fyrsta sinn fulltrúa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er mikill sigur fyrir ungmenni á Íslandi. Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt og hlakka til að vinna með LUF að því að setja þátttöku ungmenna og önnur brýn mál í forgrunn,” er haft eftir Esther í tilkynningu um kjör hennar.Esther kemur til með að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september og taka þátt í störfum þess í umboði íslenskra ungmenna. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf þegar kemur að sjálfbærri þróun. Er þetta í fyrsta sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa.Skipun ungmennafulltrúans og þátttaka hans á aðalþinginu er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Utanríkisráðuneytisins, sem kostar verkefnið. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór á Háskólatorgi Háskóla Íslands í kvöld. Alls voru 10 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Esther, fulltrúi UE, hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Esther er verkefnastjóri UNICEF á Íslandi og menntaður mannfræðingur. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands og auk þess að hafa verið í hagsmunabaráttu stúdenta hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands.Í framboðsræðu sinni talað Esther fyrir mikilvægi þess að vinna eftir þeirri stefnu sem ungmenni hafa sameiginlega mótað á vettvangi LUF einkum þegar kemur að því að tryggja þátttökurétt.„Við erum loksins að fá tækifæri til að koma hagsmunamálum íslenskra ungmenna á framfæri á þessum vettvangi. Að hafa í fyrsta sinn fulltrúa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er mikill sigur fyrir ungmenni á Íslandi. Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt og hlakka til að vinna með LUF að því að setja þátttöku ungmenna og önnur brýn mál í forgrunn,” er haft eftir Esther í tilkynningu um kjör hennar.Esther kemur til með að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september og taka þátt í störfum þess í umboði íslenskra ungmenna. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf þegar kemur að sjálfbærri þróun. Er þetta í fyrsta sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa.Skipun ungmennafulltrúans og þátttaka hans á aðalþinginu er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Utanríkisráðuneytisins, sem kostar verkefnið.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira