Öngstræti 19 Eyþór Arnalds skrifar 14. ágúst 2019 11:57 Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun