Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 10:36 Taika Waititi fer sjálfur með hlutverk Hitlers í myndinni. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna. Disney Hollywood Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna.
Disney Hollywood Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein