Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 09:00 HaraldurÞorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns liðs árið 2014. fréttablaðið/valli Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira