Innlent

Kominn tími til að rannsaka innihaldsefni íslenskra bláberja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Innihaldsefni íslenskra berja eru óþekkt þar sem rannsóknir á þeim hafa ekki farið fram í meira en tuttugu ár.
Innihaldsefni íslenskra berja eru óþekkt þar sem rannsóknir á þeim hafa ekki farið fram í meira en tuttugu ár. vísir/hallgerður
Allt of lítið er vitað um íslensk ber til að hafa traustar upplýsingar um hollustu þeirra. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á innihaldsefnum íslenskra berja í tuttugu til þrjátíu ár. Þó eru þau talin vera hollari en ber annars staðar í heiminum.

„Hugmyndin er sú að aðstæður á norðlægum slóðum geri það að verkum að það sé meiri tími og betri skilyrði fyrir hollustuefni til að myndast,“ segir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matís í samtali við Reykjavík síðdegis.

Hann segir aðstæður hér, þar sem sól er hátt á lofti en ekki er mikill hiti, geri það að verkum að ber og grænmeti sem vaxi úti hafi lengri tíma fyrir hollustuefni, vítamín og andoxunarefni, að myndast og safnast upp.

Þetta séu þó aðeins hugmyndir sem fólk hafi um íslensku berin þar sem ekki séu neinar vísindalegar rannsóknir sem styðji þetta. Kominn sé tími til að rannsaka íslensku berin að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×