Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér. Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér.
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira