Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2019 14:06 Sala á skotheldum skólatöskum tekur iðulega kipp í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira