Hugleiðing um siðblindu Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 13. ágúst 2019 12:52 Nýjustu rannsóknir munu sýna að um það bil 1% manna gangi með einkenni sem við nefnum siðblindu (psychopathy). Hvað ætli siðblinda sé? Hver eru einkenni hennar og hvernig hefur hún áhrif á samfélag mannanna? Ég hef að undanförnu flett upp í bókum og skoðað umfjöllun á internetinu til að reyna að fræðast um þetta. Einnig hef ég dregið ályktanir af reynslu sem ég tel sjálfan mig hafa af samskiptum við siðblindingja. Í stuttu máli virðist mega skilgreina siðblindu með því að viðkomandi einstaklingur finni lítt eða ekki til með öðru fólki og skorti getu til að setja sig í spor þess. Þetta lýsir sér á marga vegu sem fræðimenn hafa flokkað og greint. Hér á eftir skulu aðalatriði nefnd.Siðblindur einstaklingurHefur ekki getu til að finna til með öðrum eða setja sig í spor annarra.Ráðskast með annað fólk til að ná fram vilja sínum og svífst einskis til að ná takmarki sínu.Er yfirleitt rólegur og yfirvegaður í samskiptum við aðra.Er oft afburða vel greindur og velst því oft til forystu á þeim vettvangi sem hann starfar á. Hlutfallslega fleiri siðblindingjar komast til forystu í viðskiptum og stjórnmálum en vænta mætti miðað við fjölda þeirra meðal manna.Getur verið einstaklega heillandi í samskiptum við aðra, en er ófær um að mynda tilfinningatengsl við þá. Hann á hins vegar auðvelt með að „tala sig inn á“ annað fólk í því skyni að ná markmiðum sínum. Þannig fær hann aðra til að samþykkja hluti sem þeir myndu annars ekki samþykkja.Sækist eftir aðdáun annarra (jafnvel alls samfélagsins sem hann lifir í) fyrir snilli sína.Leggur með sjálfum sér mat á aðra fyrst og fremst til að átta sig á hvernig eigi að ná tökum á þeim. Tileinkar sér þá stundum háttsemi sem hann telur að muni ganga í augu þeirra sem hann vill ná tökum á.Beitir andlegu ofbeldi til ná því fram sem vilji hans stendur til.Er sjálfhverft fórnarlamb. Ef eitthvað bjátar á er það í hans huga ávallt sök annarra.Beitir ósannindum auðveldlega til að ná markmiðum sínum en stendur gjarnan ekki við það sem hann hefur lofað.Er ófær um að sjá siðblindueinkennin á sjálfum sér og hefur oftast mikið sjálfstraust.Finnur aldrei til sektar eða iðrunar vegna þess sem hann hefur „fengið áorkað“.Verður stundum ósamkvæmur sjálfum sér, þ.e. ákveður eitt í dag og annað á morgun. Þetta er talin afleiðing af því að ákvarðanir byggjast ekki á prinsippum eða reglum heldur fremur því sem hann telur henta sér hverju sinni. Í raun og veru er það skortur á tilfinningatengslum sem framar öðru gerir siðblindingjann hættulegan um leið og hann kann að verða valdamikill. Honum er sama um afleiðingar, sem athafnir hans og ákvarðanir hafa á aðra og óttast ekki slíkt með neinum hætti. Um hann er stundum sagt að hann þekki ekki muninn á réttu og röngu. Taka ber fram að siðblinda leynir sér stundum, einkum framan af ævi þess sem í hlut á. Það er líka vel hugsanlegt að skaðleg áhrif siðblindu komi aldrei fram þó að hún sé í sjálfu sér fyrir hendi hjá viðkomandi manni. Það kann þá að eiga rót sína að rekja til þess að hann skynjar að hugsanir hans og háttsemi eru til þess fallnar að skaða hann sjálfan, þar sem þær falla ekki í kramið hjá öðru fólki. Einnig getur verið að hann skorti að einhverju leyti þá greind sem er siðblindum nauðsynleg til að komast til raunverulegra áhrifa yfir öðrum. Ekki allir glæpamennStórglæpamenn eins og fjöldamorðingjar eru siðblindir. Þeir finna aldrei til með fórnarlömbunum og fá gjarnan eitthvað út úr því að fremja glæpi sína endurtekið. Gera má líka ráð fyrir að þeir sem hafa komist til æðstu valda í sínu samfélagi og notað þau til að fremja svívirðilega glæpi á öðru fólki séu siðblindingjar. Þýskaland Hitlers er þekktasta dæmi um slíkt, en mörg önnur dæmi er að finna í sögu mannkynsins og þá einkum þar sem alræðisstjórn ríkir. Venjulegu fólki er ógjörningur að skilja hvernig lifandi menn geta sýnt af sér svona háttsemi gagnvart meðbræðrum sínum. En siðblindingjar eru ekki allir glæpamenn í þessum skilningi. Margir þeirra lifa og hrærast í samfélagi okkar án þess að fremja nokkurn tíma afbrot sem kalla á refsingu. Að minnsta kosti er háttsemi þeirra í þeim búningi að ekki leiðir til viðbragða þeirra sem fara með löggæslu og hafa því hlutverki að gegna að draga afbrotamenn til ábyrgðar fyrir misgjörðir sínar. Siðblindingjar fyrirfinnast í einkafyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, bæði á vettvangi stjórnsýslu og dómstóla. Það felst í því kaldhæðni að þeir eru oft líklegri en aðrir til að komast til metorða, því þeir hafa yfir aðferðum að ráða sem öðrum hugnast ekki að beita. Í störfum sínum geta þeir oft unnið margvíslegt tjón á hagsmunum annarra með því að beita leikni sinni og þeim stjórntökum sem þeir gjarnan ná yfir öðrum, eins og til dæmis samstarfsmönnum en einnig öðrum sem þeir þurfa að notast við í misgjörðum sínum. Þeim er lagið að notfæra sér kringumstæður til að ná markmiðum sínum. Í opinberum stofnunum getur til dæmis mikið annríki hjálpað þeim, því þeir eru yfirleitt búnir meiri hæfileikum en aðrir til að fást við annríki, stundum með nær ómennskum afköstum.ÓlæknandiTalið er að siðblinda sé ekki sjúkdómsástand sem unnt sé að lækna. Það leiði í reynd af óhagganlegum misþroska í heila sem ekki sé unnt að breyta með læknisfræðilegum aðferðum. Það gæti verið áhugavert fyrir fólk að velta fyrir sér hvort það getur greint siðblindingja í umhverfi sínu. Þeir eru miklu víðar en menn gera sér almennt grein fyrir og hafa komist til áhrifa í mun meira mæli en hlutfallslegur fjöldi þeirra í mannheimi segir til um.Hvernig skal bregðast við?Spyrja má til hvaða ráða unnt sé að grípa til að fást við siðleysingja og draga úr skaðlegum áhrifum þeirra. Svarið við því er í fyrsta lagi að lúta ekki óskum þeirra eða kröfum um háttsemi nema þær samrýmist þeim siðalögmálum sem viðmælandinn vill sjálfur virða. Í öðru lagi ættu menn að vera jafnan reiðubúnir til að andmæla þeim með röksemdum og þá í heyranda hljóði. Röksemdir gegn afstöðu þeirra og háttsemi blasa yfirleitt við. Séu þær settar fram þannig að annað fólk fylgist með lendir siðleysinginn í vandræðum, því hann sækist eftir aðdáun annarra og missir áhrifavald sitt yfir fólki ef hann verður undir í rökræðum. Þess vegna er það eitt af einkennum hans að vilja ekki tjá sig mikið í heyranda hljóði. Hann velur fremur „maður á mann“ aðferðina þar sem hann vegna hæfileika sinna nær gjarnan undirtökunum. Aðferðin er þá að „svæla hann út úr greninu“ og láta hann standa fyrir máli sínu í heyranda hljóði. Þessi aðferð mun ekki breyta siðleysingjanum en hún kann að draga úr illum áhrifum hans.Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjustu rannsóknir munu sýna að um það bil 1% manna gangi með einkenni sem við nefnum siðblindu (psychopathy). Hvað ætli siðblinda sé? Hver eru einkenni hennar og hvernig hefur hún áhrif á samfélag mannanna? Ég hef að undanförnu flett upp í bókum og skoðað umfjöllun á internetinu til að reyna að fræðast um þetta. Einnig hef ég dregið ályktanir af reynslu sem ég tel sjálfan mig hafa af samskiptum við siðblindingja. Í stuttu máli virðist mega skilgreina siðblindu með því að viðkomandi einstaklingur finni lítt eða ekki til með öðru fólki og skorti getu til að setja sig í spor þess. Þetta lýsir sér á marga vegu sem fræðimenn hafa flokkað og greint. Hér á eftir skulu aðalatriði nefnd.Siðblindur einstaklingurHefur ekki getu til að finna til með öðrum eða setja sig í spor annarra.Ráðskast með annað fólk til að ná fram vilja sínum og svífst einskis til að ná takmarki sínu.Er yfirleitt rólegur og yfirvegaður í samskiptum við aðra.Er oft afburða vel greindur og velst því oft til forystu á þeim vettvangi sem hann starfar á. Hlutfallslega fleiri siðblindingjar komast til forystu í viðskiptum og stjórnmálum en vænta mætti miðað við fjölda þeirra meðal manna.Getur verið einstaklega heillandi í samskiptum við aðra, en er ófær um að mynda tilfinningatengsl við þá. Hann á hins vegar auðvelt með að „tala sig inn á“ annað fólk í því skyni að ná markmiðum sínum. Þannig fær hann aðra til að samþykkja hluti sem þeir myndu annars ekki samþykkja.Sækist eftir aðdáun annarra (jafnvel alls samfélagsins sem hann lifir í) fyrir snilli sína.Leggur með sjálfum sér mat á aðra fyrst og fremst til að átta sig á hvernig eigi að ná tökum á þeim. Tileinkar sér þá stundum háttsemi sem hann telur að muni ganga í augu þeirra sem hann vill ná tökum á.Beitir andlegu ofbeldi til ná því fram sem vilji hans stendur til.Er sjálfhverft fórnarlamb. Ef eitthvað bjátar á er það í hans huga ávallt sök annarra.Beitir ósannindum auðveldlega til að ná markmiðum sínum en stendur gjarnan ekki við það sem hann hefur lofað.Er ófær um að sjá siðblindueinkennin á sjálfum sér og hefur oftast mikið sjálfstraust.Finnur aldrei til sektar eða iðrunar vegna þess sem hann hefur „fengið áorkað“.Verður stundum ósamkvæmur sjálfum sér, þ.e. ákveður eitt í dag og annað á morgun. Þetta er talin afleiðing af því að ákvarðanir byggjast ekki á prinsippum eða reglum heldur fremur því sem hann telur henta sér hverju sinni. Í raun og veru er það skortur á tilfinningatengslum sem framar öðru gerir siðblindingjann hættulegan um leið og hann kann að verða valdamikill. Honum er sama um afleiðingar, sem athafnir hans og ákvarðanir hafa á aðra og óttast ekki slíkt með neinum hætti. Um hann er stundum sagt að hann þekki ekki muninn á réttu og röngu. Taka ber fram að siðblinda leynir sér stundum, einkum framan af ævi þess sem í hlut á. Það er líka vel hugsanlegt að skaðleg áhrif siðblindu komi aldrei fram þó að hún sé í sjálfu sér fyrir hendi hjá viðkomandi manni. Það kann þá að eiga rót sína að rekja til þess að hann skynjar að hugsanir hans og háttsemi eru til þess fallnar að skaða hann sjálfan, þar sem þær falla ekki í kramið hjá öðru fólki. Einnig getur verið að hann skorti að einhverju leyti þá greind sem er siðblindum nauðsynleg til að komast til raunverulegra áhrifa yfir öðrum. Ekki allir glæpamennStórglæpamenn eins og fjöldamorðingjar eru siðblindir. Þeir finna aldrei til með fórnarlömbunum og fá gjarnan eitthvað út úr því að fremja glæpi sína endurtekið. Gera má líka ráð fyrir að þeir sem hafa komist til æðstu valda í sínu samfélagi og notað þau til að fremja svívirðilega glæpi á öðru fólki séu siðblindingjar. Þýskaland Hitlers er þekktasta dæmi um slíkt, en mörg önnur dæmi er að finna í sögu mannkynsins og þá einkum þar sem alræðisstjórn ríkir. Venjulegu fólki er ógjörningur að skilja hvernig lifandi menn geta sýnt af sér svona háttsemi gagnvart meðbræðrum sínum. En siðblindingjar eru ekki allir glæpamenn í þessum skilningi. Margir þeirra lifa og hrærast í samfélagi okkar án þess að fremja nokkurn tíma afbrot sem kalla á refsingu. Að minnsta kosti er háttsemi þeirra í þeim búningi að ekki leiðir til viðbragða þeirra sem fara með löggæslu og hafa því hlutverki að gegna að draga afbrotamenn til ábyrgðar fyrir misgjörðir sínar. Siðblindingjar fyrirfinnast í einkafyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, bæði á vettvangi stjórnsýslu og dómstóla. Það felst í því kaldhæðni að þeir eru oft líklegri en aðrir til að komast til metorða, því þeir hafa yfir aðferðum að ráða sem öðrum hugnast ekki að beita. Í störfum sínum geta þeir oft unnið margvíslegt tjón á hagsmunum annarra með því að beita leikni sinni og þeim stjórntökum sem þeir gjarnan ná yfir öðrum, eins og til dæmis samstarfsmönnum en einnig öðrum sem þeir þurfa að notast við í misgjörðum sínum. Þeim er lagið að notfæra sér kringumstæður til að ná markmiðum sínum. Í opinberum stofnunum getur til dæmis mikið annríki hjálpað þeim, því þeir eru yfirleitt búnir meiri hæfileikum en aðrir til að fást við annríki, stundum með nær ómennskum afköstum.ÓlæknandiTalið er að siðblinda sé ekki sjúkdómsástand sem unnt sé að lækna. Það leiði í reynd af óhagganlegum misþroska í heila sem ekki sé unnt að breyta með læknisfræðilegum aðferðum. Það gæti verið áhugavert fyrir fólk að velta fyrir sér hvort það getur greint siðblindingja í umhverfi sínu. Þeir eru miklu víðar en menn gera sér almennt grein fyrir og hafa komist til áhrifa í mun meira mæli en hlutfallslegur fjöldi þeirra í mannheimi segir til um.Hvernig skal bregðast við?Spyrja má til hvaða ráða unnt sé að grípa til að fást við siðleysingja og draga úr skaðlegum áhrifum þeirra. Svarið við því er í fyrsta lagi að lúta ekki óskum þeirra eða kröfum um háttsemi nema þær samrýmist þeim siðalögmálum sem viðmælandinn vill sjálfur virða. Í öðru lagi ættu menn að vera jafnan reiðubúnir til að andmæla þeim með röksemdum og þá í heyranda hljóði. Röksemdir gegn afstöðu þeirra og háttsemi blasa yfirleitt við. Séu þær settar fram þannig að annað fólk fylgist með lendir siðleysinginn í vandræðum, því hann sækist eftir aðdáun annarra og missir áhrifavald sitt yfir fólki ef hann verður undir í rökræðum. Þess vegna er það eitt af einkennum hans að vilja ekki tjá sig mikið í heyranda hljóði. Hann velur fremur „maður á mann“ aðferðina þar sem hann vegna hæfileika sinna nær gjarnan undirtökunum. Aðferðin er þá að „svæla hann út úr greninu“ og láta hann standa fyrir máli sínu í heyranda hljóði. Þessi aðferð mun ekki breyta siðleysingjanum en hún kann að draga úr illum áhrifum hans.Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar