Miðstjórnar flokksins að meta undirskriftir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Óvíst er hvort nægur fjöldi undirskrifta flokksbundinna Sjálfstæðismanna náist og hvort listinn samrýmist reglum flokksins. Fréttablaðið/valli Í 6. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að miðstjórn sé skylt að fara fram á almenna kosningu um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá 5.000 flokksmönnum og að minnsta kosti 300 úr hverju kjördæmi. Jón Kári Jónsson segir að það komi ekki fram í greininni að undirskriftasöfnun megi ekki vera rafræn. „Þarna koma fram nöfn, símanúmer og netföng,“ segir hann. Við stuttlega prófun Fréttablaðsins á skráningu kom í ljós að hægt var að skrá hvern sem er og kom þá melding um að skráning hefði heppnast. Engin auðkenning er á síðunni. „Það verður hægt að athuga hvort viðkomandi er skráður í flokkinn og hafa samband við fólk ef menn hafa rökstuddan grun um að verið sé að skrá inn fólk sem ekki er í flokknum,“ segir Jón um áreiðanleika listans. Hann vill þó ekki meina að hringt verði í alla á listanum. „Það yrði miðstjórnar að meta hvort söfnunin sé traust. Orðalag 6. greinarinnar er frekar almennt og engar kröfur um ákveðna framkvæmd.“ Segir hann ekki hafa verið leitað til framkvæmdastjóra eða annars starfsmanns flokksins vegna framkvæmdarinnar. „Okkur hefur sýnst að forysta flokksins sé okkur frekar andsnúin í þessu máli. Ég veit ekki hvers vegna við hefðum átt að leita þangað.“ Ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, til að svara til um áreiðanleika framkvæmdarinnar. Jón Kári og þeir sem standa að söfnuninni hafa verið þagmælskir um hversu margar undirskriftir hafa safnast. Aðspurður segist Jón Kári ekki hafa aðgang að þeim tölum sjálfur. Tekin hafi verið ákvörðun um að gefa tölurnar ekki upp að svo stöddu en það verður gert þegar fram í sækir. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, dró tilgang undirskriftasöfnunarinnar í efa á Facebook-síðu sinni. Sagði hún að tíminn væri allt of naumur og velti hún því fyrir sér að þetta væri allt saman „eitt stórt leikhús“. Stefnt er að því að afgreiða málið í þinginu í lok ágúst. „Við verðum að sjá til með það,“ segir Jón Kári um hvort það takist að safna undirskriftum og koma á kosningu innan Sjálfstæðisflokksins um málið. „Auðvitað rennum við blint í sjóinn með þetta, þetta er tiltölulega nýtt ákvæði og það hafa ekki myndast neinar hefðir um hvernig skuli standa að þessu eða neinar leiðbeiningar. Þetta verður mjög tæpt hvað tíma snertir en lýðræðislegt.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Í 6. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að miðstjórn sé skylt að fara fram á almenna kosningu um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá 5.000 flokksmönnum og að minnsta kosti 300 úr hverju kjördæmi. Jón Kári Jónsson segir að það komi ekki fram í greininni að undirskriftasöfnun megi ekki vera rafræn. „Þarna koma fram nöfn, símanúmer og netföng,“ segir hann. Við stuttlega prófun Fréttablaðsins á skráningu kom í ljós að hægt var að skrá hvern sem er og kom þá melding um að skráning hefði heppnast. Engin auðkenning er á síðunni. „Það verður hægt að athuga hvort viðkomandi er skráður í flokkinn og hafa samband við fólk ef menn hafa rökstuddan grun um að verið sé að skrá inn fólk sem ekki er í flokknum,“ segir Jón um áreiðanleika listans. Hann vill þó ekki meina að hringt verði í alla á listanum. „Það yrði miðstjórnar að meta hvort söfnunin sé traust. Orðalag 6. greinarinnar er frekar almennt og engar kröfur um ákveðna framkvæmd.“ Segir hann ekki hafa verið leitað til framkvæmdastjóra eða annars starfsmanns flokksins vegna framkvæmdarinnar. „Okkur hefur sýnst að forysta flokksins sé okkur frekar andsnúin í þessu máli. Ég veit ekki hvers vegna við hefðum átt að leita þangað.“ Ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, til að svara til um áreiðanleika framkvæmdarinnar. Jón Kári og þeir sem standa að söfnuninni hafa verið þagmælskir um hversu margar undirskriftir hafa safnast. Aðspurður segist Jón Kári ekki hafa aðgang að þeim tölum sjálfur. Tekin hafi verið ákvörðun um að gefa tölurnar ekki upp að svo stöddu en það verður gert þegar fram í sækir. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, dró tilgang undirskriftasöfnunarinnar í efa á Facebook-síðu sinni. Sagði hún að tíminn væri allt of naumur og velti hún því fyrir sér að þetta væri allt saman „eitt stórt leikhús“. Stefnt er að því að afgreiða málið í þinginu í lok ágúst. „Við verðum að sjá til með það,“ segir Jón Kári um hvort það takist að safna undirskriftum og koma á kosningu innan Sjálfstæðisflokksins um málið. „Auðvitað rennum við blint í sjóinn með þetta, þetta er tiltölulega nýtt ákvæði og það hafa ekki myndast neinar hefðir um hvernig skuli standa að þessu eða neinar leiðbeiningar. Þetta verður mjög tæpt hvað tíma snertir en lýðræðislegt.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00