Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 20:42 Ken Cuccinelli, yfirmaður innflytjenda- og ríkisborgarastofnunar Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á mánudag. ap/evan vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi. Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Erlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi.
Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Erlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira