Árásarmaðurinn í Noregi neitar sök en talar ekki Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 10:19 Blóm við heimili mannsins þar sem sautján ára gömul stjúpsystir hans fannst myrt. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar. Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar.
Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06