Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 09:42 Annie Mist Þórisdóttir á heimsleikunum í ár. Instagram Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir er vinsæll viðmælandi enda goðsögn í CrossFit heiminum hér sem erlendis og hún er líka alltaf reiðubúin að gefa af sér. Anníe Mist hefur líka skoðanir og endalausa ást á íþróttinni sinni. Það er því ekkert skrítið að fólkið á Clean Sport Collective hafi viljað fá okkar konu í viðtal en á Clean Sport Collective er stefnan sett á opna umræðu um það sem íþróttir eigi að snúast um eða heiðarleika, gagnsæi og heilindi. Anníe Mist fer um víðan völl í viðtalinu, talar um síðustu heimsleika þar sem hún endaði í tólfta sæti eftir að flestra mati mjög ósanngjarna breytingu á keppnisfyrirkomulaginu. „Við tölum við hana um hvernig hún muni koma til baka eftir það, fræðumst um það hvernig hún æfir og hvernig hún borðar áður en við ræðum við hana um lyfjapróf og óspillta kúltúrinn innan CrossFit heimssins,“ segir í kynningu á hlaðvarpsviðtalinu. „Anníe hefur sterka sýn á ólöglega lyfjanotkun í íþróttum og spyr spurningarinnar: Hvernig er hægt að standa á palli vitandi að þú hefur svindlað? Anníe kallar líka eftir fleiri lyfjaprófum til að hjálpa við að halda heilindum íþróttarinnar sem hún elskar,“ segir í fyrrnefndri kynningu. „Orka og ástríða Anníe er smitandi og ef þú varst ekki aðdáandi hennar fyrir þá verður þú það eftir að hafa hlustað á þetta viðtal,“ segir í kynningu á hlaðvarpsviðtali Clean Sport Collective við Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist viðurkenndi það að hún væri ekki ánægð með árangurinn sinn á heimsleikunum í ár.Annie Mist og Katrín Tanja ganga inn á íþróttaleikvanginn á opnunardaginnþFréttablaðið/Michael Valentin„Ég endaði í tólfta sæti á heimsleikunum en ég keppi alltaf til að vinna. Mér leið fyrir heimsleikana eins og ég væri í formi til að ná að minnsta kosti fimmta sætinu nema ef eitthvað gengi mjög illa. Þar fannst mér að ég ætti að enda. Markmiðið var verðlaunapallurinn en auðvitað vildi ég vinna,“ sagði Anníe Mist. „Þessir heimsleikar voru öðruvísi en allir leikarnir hingað og það voru margir niðurskurðir. Ég gerði mistök í einni greininni, grein þrjú, en allt annað gekk mjög vel hjá mér. Það var skorið niður í tíu keppendur eftir sjöttu greinina og það var spretthlaupsgrein sem tók 27 til 30 sekúndur og þar skiptu smáatriðin máli. Ég lenti í niðurskurði eftir þá grein,“ sagði Anníe Mist og hélt áfram. „Mér finnst ekkert að því að vera með þennan niðurskurð og þetta var mjög flott próf fyrir okkur á CrossFit leikunum í ár. Æfingarnar voru mjög flottar en það er mín skoðun að það var skorið niður í tíu keppendur allt of snemma eða þegar við vorum aðeins um það bil hálfnuð í keppninni. Ég var sex stigum frá topp tíu og ég veit að ef ég hefði náð niðurskurðinum þá hefði ég komist upp listann í framhaldinu,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vill horfa á jákvæðu hliðarnar og segir að hún hafi aldrei áður verið jafnfersk í skrokknum eftir heimsleika enda kláraði hún bara sex greinar. Anníe Mist er líka farin að æfa aftur. „Þú leggur samt svo mikið á þig í eitt ár og lendir í svona snemmbúnum niðurskurði. Það er sorglegt því ég var tilbúin að gera svo miklu meira. Mér finnst ekki eins og ég hafi klárað þessi keppni,“ sagði Anníe Mist. „Það væri í lagi fyrir mig að enda í tólfta sæti á heimsleikunum ef ég vissi að ég hefði fengið að fara í gegnum öll prófin. Ég get ekki stjórnað því sem hinar stelpurnar gera heldur aðeins einbeitt mér að því sem ég er að gera. Mér finnst ég vera betri en að enda í tólfta sæti. Þetta eru því vonbrigði,“ sagði Anníe Mist. „Ég vaknaði upp um miðja nótt eftir að ég datt út og hugsaði að þetta hlyti bara að vera martröð því þetta gæti ekki staðist. Þetta gat ekki hafa gerst. Þetta er út í hött. Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta eru skrýtnustu heimsleikar sem ég hef keppt á vegna þess. Það hafa komið ár þar sem hlutirnir gengur ekki alveg upp og virkilega slæm ár eins og þegar ég fékk hitaslag og var að draga mig úr keppni. Þetta er allt önnur tilfinning því mér líður eins og ég hafi ekki klárað,“ sagði Anníe Mist. „Ég fékk ekki tækifæri til að lyfta þungum lóðum eða að synda. Ég vann í sundinu í heilt ár en svo fékk ég ekki að synda. Ég er ekki besti sundmaðurinn en ég var spennt að sýna það að ég var búin að bæta mig þar,“ sagði Anníe Mist. Umræðan barst seinna af ólöglegri lyfjanotkun en Anníe hefur mjög sterkar skoðanir á henni. „Ef ég er að keppa og er ekki tekin í lyfjapróf þá lít ég á það sem móðgun. Haldið þið að ég sé ekki nógu góð lengur?,“ sagði Anníe Mist. „Ég hef farið í svo mörg lyfjapróf og ég myndi elska það að vera alltaf að fara í lyfjapróf ef það er það sem þarf. Ég er líka alltaf að fara reglulega í blóðprufur til að fylgjast með vítamínunum og fleiru. Ég er að hugsa um að gera allar þessar niðurstöður einhvern tímann opinberar,“ sagði Anníe Mist og fékk góð viðbrögð frá þáttastjórnendum. Anníe Mist vill að það fólk sem vinnur sér þátttökurétt á heimsleikunum þurfi að fara í lyfjapróf um leið og farseðillinn er tryggður í gegnum opna hlutann. „Það væri mjög skynsamlegt því annars gæti einhver komist alla leið á heimsleikana án þess að þurfa að fara í próf,“ sagði Anníe Mist. Á CrossFit mótunum sem gefa sæti á heimsleikunum eru tekin lyfjapróf. Anníe Mist sagði frá því að þjálfarinn hennar passar rosalega vel upp á það að öll vítamín og fæðubótarefni sem hún tekur séu lögleg og hann þarf líka að athuga öll smyrsl og annað sem Anníe notar. Anníe sendir honum myndir með innihaldi allra þessara efna til að þau séu hundrað prósent örugg um að þau séu í lagi. „Ég er svo þakklát fyrir þetta,“ sagði Anníe Mist. „Ég passa mig síðan sérstaklega á því að skilja vatnsflöskuna mína aldrei eftir opna á CrossFit leikunum. Ef ég skil hana óvart eftir þá bannar þjálfarinn minn mér að drekka út henni,“ sagði Anníe Mist. Hún tekur enga áhættu í þessum efnum. „Arfleifð mín væri ónýt ef ég myndi falla á lyfjaprófi. Ég myndi frekar hætta en að taka til svona ráða til að ná fyrsta sæti. Það væri aldrei þess virði. Orðsporið og allt sem þú ert búin að vera að byggja upp væri úr sögunni. Ég yrði líka ekki sú sama á eftir,“ sagði Anníe Mist og ástríðan leynir sér ekki. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. View this post on InstagramIn this episode, we interview Annie Thorisdottir of Iceland (@anniethorisdottir) about what drives her to be the best CrossFit athlete in the world. Annie has finished on the podium 5 times in the last decade with 2 first-place, 2 second-place, and 1 third place finish. This year she finished a disappointing 12th after a change in format to the Games. We talk to her about how she will bounce back from that, plus dig into her training regiment and her eating habits before discussing her perspective on drug testing and clean sport culture within CrossFit. Annie has a strong perspective on doping in sport, asking the question: "How could you stand on a podium knowing that you cheated?" She also calls for additional drug testing in order to maintain the integrity of the sport she loves. Annie's energy and passion is infectious, and if you weren't a fan of her before, then you will be now! Link in profile! #crossfit #crossfitgames #cleansport #fitness #gym #workout #fit #training #motivation #bodybuilding #fitnessmotivation #weightlifting #wod #fitfam #crossfitgirls #sport #powerlifting #health #gymlife #instafit #strength #yoga #lifestyle #o #strong #muscle #running #crossfitlife #cardio #personaltrainer A post shared by Clean Sport Collective (@cleansportco) on Aug 11, 2019 at 11:18am PDT CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir er vinsæll viðmælandi enda goðsögn í CrossFit heiminum hér sem erlendis og hún er líka alltaf reiðubúin að gefa af sér. Anníe Mist hefur líka skoðanir og endalausa ást á íþróttinni sinni. Það er því ekkert skrítið að fólkið á Clean Sport Collective hafi viljað fá okkar konu í viðtal en á Clean Sport Collective er stefnan sett á opna umræðu um það sem íþróttir eigi að snúast um eða heiðarleika, gagnsæi og heilindi. Anníe Mist fer um víðan völl í viðtalinu, talar um síðustu heimsleika þar sem hún endaði í tólfta sæti eftir að flestra mati mjög ósanngjarna breytingu á keppnisfyrirkomulaginu. „Við tölum við hana um hvernig hún muni koma til baka eftir það, fræðumst um það hvernig hún æfir og hvernig hún borðar áður en við ræðum við hana um lyfjapróf og óspillta kúltúrinn innan CrossFit heimssins,“ segir í kynningu á hlaðvarpsviðtalinu. „Anníe hefur sterka sýn á ólöglega lyfjanotkun í íþróttum og spyr spurningarinnar: Hvernig er hægt að standa á palli vitandi að þú hefur svindlað? Anníe kallar líka eftir fleiri lyfjaprófum til að hjálpa við að halda heilindum íþróttarinnar sem hún elskar,“ segir í fyrrnefndri kynningu. „Orka og ástríða Anníe er smitandi og ef þú varst ekki aðdáandi hennar fyrir þá verður þú það eftir að hafa hlustað á þetta viðtal,“ segir í kynningu á hlaðvarpsviðtali Clean Sport Collective við Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist viðurkenndi það að hún væri ekki ánægð með árangurinn sinn á heimsleikunum í ár.Annie Mist og Katrín Tanja ganga inn á íþróttaleikvanginn á opnunardaginnþFréttablaðið/Michael Valentin„Ég endaði í tólfta sæti á heimsleikunum en ég keppi alltaf til að vinna. Mér leið fyrir heimsleikana eins og ég væri í formi til að ná að minnsta kosti fimmta sætinu nema ef eitthvað gengi mjög illa. Þar fannst mér að ég ætti að enda. Markmiðið var verðlaunapallurinn en auðvitað vildi ég vinna,“ sagði Anníe Mist. „Þessir heimsleikar voru öðruvísi en allir leikarnir hingað og það voru margir niðurskurðir. Ég gerði mistök í einni greininni, grein þrjú, en allt annað gekk mjög vel hjá mér. Það var skorið niður í tíu keppendur eftir sjöttu greinina og það var spretthlaupsgrein sem tók 27 til 30 sekúndur og þar skiptu smáatriðin máli. Ég lenti í niðurskurði eftir þá grein,“ sagði Anníe Mist og hélt áfram. „Mér finnst ekkert að því að vera með þennan niðurskurð og þetta var mjög flott próf fyrir okkur á CrossFit leikunum í ár. Æfingarnar voru mjög flottar en það er mín skoðun að það var skorið niður í tíu keppendur allt of snemma eða þegar við vorum aðeins um það bil hálfnuð í keppninni. Ég var sex stigum frá topp tíu og ég veit að ef ég hefði náð niðurskurðinum þá hefði ég komist upp listann í framhaldinu,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vill horfa á jákvæðu hliðarnar og segir að hún hafi aldrei áður verið jafnfersk í skrokknum eftir heimsleika enda kláraði hún bara sex greinar. Anníe Mist er líka farin að æfa aftur. „Þú leggur samt svo mikið á þig í eitt ár og lendir í svona snemmbúnum niðurskurði. Það er sorglegt því ég var tilbúin að gera svo miklu meira. Mér finnst ekki eins og ég hafi klárað þessi keppni,“ sagði Anníe Mist. „Það væri í lagi fyrir mig að enda í tólfta sæti á heimsleikunum ef ég vissi að ég hefði fengið að fara í gegnum öll prófin. Ég get ekki stjórnað því sem hinar stelpurnar gera heldur aðeins einbeitt mér að því sem ég er að gera. Mér finnst ég vera betri en að enda í tólfta sæti. Þetta eru því vonbrigði,“ sagði Anníe Mist. „Ég vaknaði upp um miðja nótt eftir að ég datt út og hugsaði að þetta hlyti bara að vera martröð því þetta gæti ekki staðist. Þetta gat ekki hafa gerst. Þetta er út í hött. Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta eru skrýtnustu heimsleikar sem ég hef keppt á vegna þess. Það hafa komið ár þar sem hlutirnir gengur ekki alveg upp og virkilega slæm ár eins og þegar ég fékk hitaslag og var að draga mig úr keppni. Þetta er allt önnur tilfinning því mér líður eins og ég hafi ekki klárað,“ sagði Anníe Mist. „Ég fékk ekki tækifæri til að lyfta þungum lóðum eða að synda. Ég vann í sundinu í heilt ár en svo fékk ég ekki að synda. Ég er ekki besti sundmaðurinn en ég var spennt að sýna það að ég var búin að bæta mig þar,“ sagði Anníe Mist. Umræðan barst seinna af ólöglegri lyfjanotkun en Anníe hefur mjög sterkar skoðanir á henni. „Ef ég er að keppa og er ekki tekin í lyfjapróf þá lít ég á það sem móðgun. Haldið þið að ég sé ekki nógu góð lengur?,“ sagði Anníe Mist. „Ég hef farið í svo mörg lyfjapróf og ég myndi elska það að vera alltaf að fara í lyfjapróf ef það er það sem þarf. Ég er líka alltaf að fara reglulega í blóðprufur til að fylgjast með vítamínunum og fleiru. Ég er að hugsa um að gera allar þessar niðurstöður einhvern tímann opinberar,“ sagði Anníe Mist og fékk góð viðbrögð frá þáttastjórnendum. Anníe Mist vill að það fólk sem vinnur sér þátttökurétt á heimsleikunum þurfi að fara í lyfjapróf um leið og farseðillinn er tryggður í gegnum opna hlutann. „Það væri mjög skynsamlegt því annars gæti einhver komist alla leið á heimsleikana án þess að þurfa að fara í próf,“ sagði Anníe Mist. Á CrossFit mótunum sem gefa sæti á heimsleikunum eru tekin lyfjapróf. Anníe Mist sagði frá því að þjálfarinn hennar passar rosalega vel upp á það að öll vítamín og fæðubótarefni sem hún tekur séu lögleg og hann þarf líka að athuga öll smyrsl og annað sem Anníe notar. Anníe sendir honum myndir með innihaldi allra þessara efna til að þau séu hundrað prósent örugg um að þau séu í lagi. „Ég er svo þakklát fyrir þetta,“ sagði Anníe Mist. „Ég passa mig síðan sérstaklega á því að skilja vatnsflöskuna mína aldrei eftir opna á CrossFit leikunum. Ef ég skil hana óvart eftir þá bannar þjálfarinn minn mér að drekka út henni,“ sagði Anníe Mist. Hún tekur enga áhættu í þessum efnum. „Arfleifð mín væri ónýt ef ég myndi falla á lyfjaprófi. Ég myndi frekar hætta en að taka til svona ráða til að ná fyrsta sæti. Það væri aldrei þess virði. Orðsporið og allt sem þú ert búin að vera að byggja upp væri úr sögunni. Ég yrði líka ekki sú sama á eftir,“ sagði Anníe Mist og ástríðan leynir sér ekki. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. View this post on InstagramIn this episode, we interview Annie Thorisdottir of Iceland (@anniethorisdottir) about what drives her to be the best CrossFit athlete in the world. Annie has finished on the podium 5 times in the last decade with 2 first-place, 2 second-place, and 1 third place finish. This year she finished a disappointing 12th after a change in format to the Games. We talk to her about how she will bounce back from that, plus dig into her training regiment and her eating habits before discussing her perspective on drug testing and clean sport culture within CrossFit. Annie has a strong perspective on doping in sport, asking the question: "How could you stand on a podium knowing that you cheated?" She also calls for additional drug testing in order to maintain the integrity of the sport she loves. Annie's energy and passion is infectious, and if you weren't a fan of her before, then you will be now! Link in profile! #crossfit #crossfitgames #cleansport #fitness #gym #workout #fit #training #motivation #bodybuilding #fitnessmotivation #weightlifting #wod #fitfam #crossfitgirls #sport #powerlifting #health #gymlife #instafit #strength #yoga #lifestyle #o #strong #muscle #running #crossfitlife #cardio #personaltrainer A post shared by Clean Sport Collective (@cleansportco) on Aug 11, 2019 at 11:18am PDT
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð