Þrír starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna létust í sprengingu í Líbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:07 Uppreisnarmenn í Líbíu fagna falli Gaddafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Scott Peterson Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið. Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið.
Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15
Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00
Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58
Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17
Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41
Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47
Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08