Fótbolti

Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex stóð á milli stanganna hjá Dijon.
Rúnar Alex stóð á milli stanganna hjá Dijon. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson fékk á sig tvö mörk er Dijon tapaði 2-1 fyrir Saint-Etienne í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.

Rúnar Alex stóð allan tímann vaktina í marki Dijon sem bjargaði sér eftir umspil á síðustu leiktíð en töpuðu fyrsta leiknum á heimavelli nú í kvöld.

Í Rússlandi var Íslendingaslagur er Krasnodar vann 1-0 sigur á Rubin Kazan. Jón Guðni Fjóluson var á bekknum hjá Krasnodar en Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann fyrir Rubin Kazan.

Krasnodar er með tíu stig í öðru sæti deildarinnar en Rubin Kazan er í sjötta sætinu með sjö stig.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Oostende sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði 2-0 fyrir Simon Mignolet og félögum í Club Brugge.

Oostende er með sex stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Belgíu en Club Brugge er á toppnum með níu stig eftir þrjá leiki.

Elías Már Ómarsson lék síðustu níu mínúturnar er Excelsior vann 2-0 sigur á Jong Utrecht í hollensku B-deildinni en leikurinn var liður í fyrstu umferð deildarinnar.

Aron Bjarnason var á varamannabeknum er Újpest vann 2-1 sigur á Paksi í ungversku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Újpest í fyrstu tveimur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×