Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 15:08 Richard Gere, leikari, talar við flóttafólk á Miðjarðarhafinu. aP/Valerio Nicolosi Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár. Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira