Undirritar í dag friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum gegn orkuvinnslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2019 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Stöð 2 Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi. Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi.
Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira