Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. ágúst 2019 21:33 Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður. Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður.
Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00