Reistu stærðarinnar Trump-skúlptúr í Slóveníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:19 Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur í Slóveníu. Vísir/AP „Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina. Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
„Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59