Ofsóknir fjölmiðla hafi byrjað þegar eiginkona hans var myrt af Manson-fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 16:46 Roman Polanski. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni. Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni.
Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22
Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14