Feigir fossar í Eyvindarfirði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun