Smíðaði sér áhöld sjálfur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Ólafur í skúrnum. "Ef ég hengi ekki áhöldin upp á vegg þá týni ég þeim,“ segir hann kíminn. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira