Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Ljóðið Myndir af flugmanni eftir Gary Claud Stokor er á minningarsteininum sem reistur var um flugmanninn Grant Wagstaff. Fréttablaðið/Auðunn Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14