Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 11:00 Hjólahreystibraut hefur verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina. Vísir/Vilhelm Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina. Reykjavík Skipulag Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira