Vildi nota kjarnorkusprengjur á fellibylji Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti bar hugmyndina undir ráðgjafa sína. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57