Fyrrum stuðningsmaður Trump býður sig fram gegn forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 21:21 Walsh er einn þriggja sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikana. Skjáskot/JoeWalsh.org Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira