Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. ágúst 2019 21:22 Matarsóun þúsund heimila verður rannsökuð í viku og verða niðurstöður nýttar í að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Stöð 2 Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar. Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar.
Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira