24. ágúst Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun