Falskt flagg Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn málsvari hægristefnu. En undanfarin ár hefur hann orðið upptekinn af því að vera breiðfylking. Flokkurinn hefur lent milli skips og bryggju. Frjálslyndari hægrimenn finna farveg í Viðreisn, hinir íhaldssamari geta stutt Framsókn og þeir sem ginnkeyptir eru fyrir popúlisma fallið fyrir Miðflokknum. Flokknum gæti reynst happadrýgra að tala með skýrum hætti fyrir rótgrónum gildum. Frjálslyndir hægrimenn eru landlausir líkt og í mörgum öðrum löndum. Hefðbundin mál flokksins um takmörkuð ríkisafskipti, frelsi í viðskiptum, víðsýni í samskiptum við útlönd og aga í ríkisfjármálum hafa fallið í skuggann. En eftirspurn eftir slíkum málflutningi er ekki horfin. Hinar öfgarnar eru varla kostur. Stór hægriflokkur mun aldrei geta keppt í pólitískum yfirboðum við hreina popúlista eins og Miðflokkinn. Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um allan hinn vestræna heim á klassísk frjálslynd hægristefna undir högg að sækja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur gengið svo langt að lýsa yfir ótímabæru dauðsfalli líberalismans. Financial Times lagði nýlega út frá þessum ummælum Pútíns og taldi hann hafa rangt fyrir sér. Réttara væri að segja að lýðskrumarar sigli undir fölsku flaggi, þykist fylgja hægristefnu sem þeir segja almennt upp á sitt besta þegar jafnvægi ríkir milli frjálslyndis og íhaldssemi. Ný tegund leiðtoga sveipi sig ljóma íhaldssemi og viðskiptafrelsis. En ekki fari saman orð og gjörðir. Trump sækir stuðning til trúarhópa en telst varla breyta eins og sannkristinn maður. Hann þykist talsmaður viðskiptafrelsis en reisir á sama tíma tollmúra á báða bóga. Boris Johnson virðist ætla út úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular, með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslífið. Samt þykist hann talsmaður hagsældar og frjálsra viðskipta. Hvorki Trump né Johnson láta staðreyndir flækjast fyrir sér í sínu tali. Sama þróun er auðvitað í gangi hér á landi. Orkupakkamálið er strámaður úr smiðju Steve Bannon eða Dominic Cummings, þekktra áróðursmeistara. Málið er prófraun á stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega. Ýmislegt bendir nú til þess að Vinstri græn og Framsókn séu að gefa eftir í afstöðu sinni. Það hlýtur að vera kærkomið tækifæri fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka forystu á hægri vængnum, líkt og hann gerði á árum áður. Þarna er tækifæri til að slá nýjan tón. Tala skýrt fyrir alþjóðasamstarfi og skynsamlegum samskiptum við okkar helstu viðskiptalönd. Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir? Hvorki né afstaða fer öllum stjórnmálaflokkum illa, hvort sem þeir eru á hægri væng eða vinstri. Best er að taka afstöðu með sjálfum sér og láta moldviðri popúlistanna sem vind um eyru þjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn málsvari hægristefnu. En undanfarin ár hefur hann orðið upptekinn af því að vera breiðfylking. Flokkurinn hefur lent milli skips og bryggju. Frjálslyndari hægrimenn finna farveg í Viðreisn, hinir íhaldssamari geta stutt Framsókn og þeir sem ginnkeyptir eru fyrir popúlisma fallið fyrir Miðflokknum. Flokknum gæti reynst happadrýgra að tala með skýrum hætti fyrir rótgrónum gildum. Frjálslyndir hægrimenn eru landlausir líkt og í mörgum öðrum löndum. Hefðbundin mál flokksins um takmörkuð ríkisafskipti, frelsi í viðskiptum, víðsýni í samskiptum við útlönd og aga í ríkisfjármálum hafa fallið í skuggann. En eftirspurn eftir slíkum málflutningi er ekki horfin. Hinar öfgarnar eru varla kostur. Stór hægriflokkur mun aldrei geta keppt í pólitískum yfirboðum við hreina popúlista eins og Miðflokkinn. Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um allan hinn vestræna heim á klassísk frjálslynd hægristefna undir högg að sækja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur gengið svo langt að lýsa yfir ótímabæru dauðsfalli líberalismans. Financial Times lagði nýlega út frá þessum ummælum Pútíns og taldi hann hafa rangt fyrir sér. Réttara væri að segja að lýðskrumarar sigli undir fölsku flaggi, þykist fylgja hægristefnu sem þeir segja almennt upp á sitt besta þegar jafnvægi ríkir milli frjálslyndis og íhaldssemi. Ný tegund leiðtoga sveipi sig ljóma íhaldssemi og viðskiptafrelsis. En ekki fari saman orð og gjörðir. Trump sækir stuðning til trúarhópa en telst varla breyta eins og sannkristinn maður. Hann þykist talsmaður viðskiptafrelsis en reisir á sama tíma tollmúra á báða bóga. Boris Johnson virðist ætla út úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular, með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslífið. Samt þykist hann talsmaður hagsældar og frjálsra viðskipta. Hvorki Trump né Johnson láta staðreyndir flækjast fyrir sér í sínu tali. Sama þróun er auðvitað í gangi hér á landi. Orkupakkamálið er strámaður úr smiðju Steve Bannon eða Dominic Cummings, þekktra áróðursmeistara. Málið er prófraun á stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega. Ýmislegt bendir nú til þess að Vinstri græn og Framsókn séu að gefa eftir í afstöðu sinni. Það hlýtur að vera kærkomið tækifæri fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka forystu á hægri vængnum, líkt og hann gerði á árum áður. Þarna er tækifæri til að slá nýjan tón. Tala skýrt fyrir alþjóðasamstarfi og skynsamlegum samskiptum við okkar helstu viðskiptalönd. Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir? Hvorki né afstaða fer öllum stjórnmálaflokkum illa, hvort sem þeir eru á hægri væng eða vinstri. Best er að taka afstöðu með sjálfum sér og láta moldviðri popúlistanna sem vind um eyru þjóta.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar