Annar Koch-bræðra látinn Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2019 13:27 David Koch er látinn 79 ára að aldri. Getty/Bloomberg Milljarðamæringurinn David Koch, sem þekktur er fyrir umsvif sín og styrkveitingar í bandarískum stjórnmálum, er látinn 79 ára gamall. Bróðir David, Charles Koch, greindi frá andláti yngri bróður síns í yfirlýsingu í dag. NBC greinir frá. David Koch varð hlutafjáreigandi í fyrirtæki föður síns Koch Industries árið 1967. Við andlát hans átti David Koch, 42% hlut í fyrirtækinu, jafn stóran hlut og bróðir hans Charles. Árið 2018 voru þeir bræður jafnir í ellefta sæti yfir ríkustu menn heims og voru þeir metnir á 51 milljarð dala hvor. Með auði sínum stuðluðu bræðurnir að uppgangi ýmissa aðila innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þeir studdu vel við kosningasjóð Mitt Romney forsetaframbjóðanda Repúblikana í kosningunum árið 2012. Eftir forval flokksins fyrir forsetakosningar 2016 ákváðu þeir að veita ekki fé í kosningasjóð Donald Trump og kusu að einbeita sér að öldungadeildar- og fulltrúadeildarkosningum. Lýstu þeir oft og tíðum að skoðanir þeirra samræmdust ekki skoðunum Trump. David Koch var fæddur í Wichita í Kansas-ríki árið 1940. Koch lærði efnaverkfræði í MIT og spilaði körfubolta með liði skólans. Setti hann þar stigamet þegar hann skoraði 21 stig að meðaltali á háskólaferlinum. Þá skoraði hann 41 stig í einum leik, met sem stóð frá 1962 til 2009. Koch var varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum 1980 en náði ekki kjöri. Fjórum árum seinni skráði hann sig í Repúblikanaflokkinn og studdi hann til dauðadags. Hann giftist Juliu Flesher árið 1996 og lætur eftir sig þrjú börn. Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump Áfall fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins, sem reyna að hægja á framgangi Trump. 3. mars 2016 13:23 Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Koch bræður hafa áhuga á því að styðja fjölmiðlarisann Meredith Corporation í kaupum á Time Inc. 16. nóvember 2017 10:16 Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. 27. nóvember 2017 07:38 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Milljarðamæringurinn David Koch, sem þekktur er fyrir umsvif sín og styrkveitingar í bandarískum stjórnmálum, er látinn 79 ára gamall. Bróðir David, Charles Koch, greindi frá andláti yngri bróður síns í yfirlýsingu í dag. NBC greinir frá. David Koch varð hlutafjáreigandi í fyrirtæki föður síns Koch Industries árið 1967. Við andlát hans átti David Koch, 42% hlut í fyrirtækinu, jafn stóran hlut og bróðir hans Charles. Árið 2018 voru þeir bræður jafnir í ellefta sæti yfir ríkustu menn heims og voru þeir metnir á 51 milljarð dala hvor. Með auði sínum stuðluðu bræðurnir að uppgangi ýmissa aðila innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þeir studdu vel við kosningasjóð Mitt Romney forsetaframbjóðanda Repúblikana í kosningunum árið 2012. Eftir forval flokksins fyrir forsetakosningar 2016 ákváðu þeir að veita ekki fé í kosningasjóð Donald Trump og kusu að einbeita sér að öldungadeildar- og fulltrúadeildarkosningum. Lýstu þeir oft og tíðum að skoðanir þeirra samræmdust ekki skoðunum Trump. David Koch var fæddur í Wichita í Kansas-ríki árið 1940. Koch lærði efnaverkfræði í MIT og spilaði körfubolta með liði skólans. Setti hann þar stigamet þegar hann skoraði 21 stig að meðaltali á háskólaferlinum. Þá skoraði hann 41 stig í einum leik, met sem stóð frá 1962 til 2009. Koch var varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum 1980 en náði ekki kjöri. Fjórum árum seinni skráði hann sig í Repúblikanaflokkinn og studdi hann til dauðadags. Hann giftist Juliu Flesher árið 1996 og lætur eftir sig þrjú börn.
Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump Áfall fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins, sem reyna að hægja á framgangi Trump. 3. mars 2016 13:23 Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Koch bræður hafa áhuga á því að styðja fjölmiðlarisann Meredith Corporation í kaupum á Time Inc. 16. nóvember 2017 10:16 Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. 27. nóvember 2017 07:38 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump Áfall fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins, sem reyna að hægja á framgangi Trump. 3. mars 2016 13:23
Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Koch bræður hafa áhuga á því að styðja fjölmiðlarisann Meredith Corporation í kaupum á Time Inc. 16. nóvember 2017 10:16
Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. 27. nóvember 2017 07:38