Opinn fyrir því að vera næsti Bachelorinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 17:10 Derek þykir hafa staðið sig vel í afar erfiðum aðstæðum. Aðdáendur þáttanna eru margir spenntir fyrir hugmyndinni um Derek sem næsta Bachelor. Vísir/getty Derek Peth er opinn fyrir hugmyndinni um að verða í aðalhlutverkinu í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor sem sýndir eru á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Þetta herma heimildir Entertainment Tonight. Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher. Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.Derek varð strax yfir sig hrifinn af Demi Burnett, sem var í þáttaröð Coltons Underwood. Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian. Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.Derek og Demi þegar allt lék í lyndi.Vísir/gettyDemi sleit sambandinu við Derek sem, þrátt fyrir að sýna henni mikinn skilning, var miður sín og í ástarsorg. Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian. Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn. Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid. View this post on Instagram The one thing missing to complete a perfect weekend A post shared by KRISTIAN HAGGERTY (@kristianhaggerty) on Apr 13, 2019 at 10:20am PDT Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48 Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Derek Peth er opinn fyrir hugmyndinni um að verða í aðalhlutverkinu í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor sem sýndir eru á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Þetta herma heimildir Entertainment Tonight. Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher. Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.Derek varð strax yfir sig hrifinn af Demi Burnett, sem var í þáttaröð Coltons Underwood. Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian. Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.Derek og Demi þegar allt lék í lyndi.Vísir/gettyDemi sleit sambandinu við Derek sem, þrátt fyrir að sýna henni mikinn skilning, var miður sín og í ástarsorg. Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian. Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn. Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid. View this post on Instagram The one thing missing to complete a perfect weekend A post shared by KRISTIAN HAGGERTY (@kristianhaggerty) on Apr 13, 2019 at 10:20am PDT
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48 Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48
Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið