Stjarnan búin að draga kvennaliðið sitt úr keppni í tveimur deildum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 14:30 Dani Rodriguez spilar með KR í vetur en verður líka aðstoðarþjálfari stúlknaflokks, 10. flokks og 9. flokks hjá Stjörnunni. Vísir/Vilhelm Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira