Ekki rétt gefið í miðbæ Reykjavíkur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Þórir hefur langa reynslu af veitingarekstri og rak um skeið veitingastað í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira