Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 13:50 Elínborg Harpa Önundardóttir segir ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á næsta fund ráðsins. Í tilkynningu frá Pírötum vegna málsins er ósk Dóru sögð koma í kjölfar kvartana yfir framgöngu lögreglu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og Hinsegin dögum. Bæði tilfellin hafa verið mikill fréttamatur: Það fyrra lýtur að leit lögreglu á tónleikagestum án dómsúrskurðar en fyrir vikið eru mörg mál í bótakröfuferli. Síðarnefnda dæmið snýr að harðri gagnrýni Elínborgar Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin á Hinsegin dögum um liðna helgi. Að hennar sögn var það vegna þess að lögreglan hefur horn í síðu hennar vegna starfa hennar fyrir No Borders-samtökin. Lögreglan segir aftur á móti að Elínborg hafi verið inni á lokuðu svæði og neitað að hlýða skipunum. „Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með því að mannréttindi og borgaraleg og lýðræðisleg réttindi borgarbúa séu virt þvert á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og á viðburðum með aðkomu Reykjavíkurborgar. Því var ákveðið að fylgja þessum málum eftir með því að fá kynningu lögreglu og koma ábendingum á framfæri,“ segir í útskýringu Pírata. Næsti fundur ráðsins fer fram á fimmtudag og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri muni þar kynna umgjörð lögreglu og verklag við borgarhátíðir sem og svara spurningum ráðsins vegna starfa lögreglu. Haft er eftir fyrrnefndri Dóru í tilkynningunni að virðing fyrir borgararéttindum séu hornsteinn lýðræðisins. „Lögreglan hefur einkarétt á beitingu valds gagnvart þegnum okkar lýðræðissamfélags og gríðarlega mikilvægt er að vel sé farið með það vald til að halda trausti borgarbúa á löggæslukerfinu og réttarríkinu sem slíku,” segir Dóra Björt. Borgarstjórn Hinsegin Lögreglan Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á næsta fund ráðsins. Í tilkynningu frá Pírötum vegna málsins er ósk Dóru sögð koma í kjölfar kvartana yfir framgöngu lögreglu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og Hinsegin dögum. Bæði tilfellin hafa verið mikill fréttamatur: Það fyrra lýtur að leit lögreglu á tónleikagestum án dómsúrskurðar en fyrir vikið eru mörg mál í bótakröfuferli. Síðarnefnda dæmið snýr að harðri gagnrýni Elínborgar Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin á Hinsegin dögum um liðna helgi. Að hennar sögn var það vegna þess að lögreglan hefur horn í síðu hennar vegna starfa hennar fyrir No Borders-samtökin. Lögreglan segir aftur á móti að Elínborg hafi verið inni á lokuðu svæði og neitað að hlýða skipunum. „Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með því að mannréttindi og borgaraleg og lýðræðisleg réttindi borgarbúa séu virt þvert á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og á viðburðum með aðkomu Reykjavíkurborgar. Því var ákveðið að fylgja þessum málum eftir með því að fá kynningu lögreglu og koma ábendingum á framfæri,“ segir í útskýringu Pírata. Næsti fundur ráðsins fer fram á fimmtudag og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri muni þar kynna umgjörð lögreglu og verklag við borgarhátíðir sem og svara spurningum ráðsins vegna starfa lögreglu. Haft er eftir fyrrnefndri Dóru í tilkynningunni að virðing fyrir borgararéttindum séu hornsteinn lýðræðisins. „Lögreglan hefur einkarétt á beitingu valds gagnvart þegnum okkar lýðræðissamfélags og gríðarlega mikilvægt er að vel sé farið með það vald til að halda trausti borgarbúa á löggæslukerfinu og réttarríkinu sem slíku,” segir Dóra Björt.
Borgarstjórn Hinsegin Lögreglan Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33