Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Uppsagnirnar eru aðallega meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð Fréttablaðið/Ernir Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar. Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar. Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51