Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 16:30 Höfuðstöðvar Sýnar standa við Suðurlandsbraut 8. Sýn Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49