Beint af bílaleigunni og upp á bíl Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 11:36 Annað framdekk jepplingsins pikkfestist í afturrúðu fólksbílsins. Erlendur Þorsteinsson Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17