Enn grjóthrun úr Reynisfjalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Svæðið þar sem skriðan féll úr Reynisfjalli í morgun Vísir Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30