Mussila fékk gullverðlaun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 07:45 Þessi mynd var tekin þegar Margrét tók við Comenius-menntaverðlaununum í júní. Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira