Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 11:31 Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík í júlí. Vísir/vilhelm „Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52
Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29
Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00