Ítrekaðar árásir á iPhone-síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Það gerir ekkert gagn að læsa símanum með hengilás. Nordicphotos/Getty Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“ Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira