Ítrekaðar árásir á iPhone-síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Það gerir ekkert gagn að læsa símanum með hengilás. Nordicphotos/Getty Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“ Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira