Samtalið hafið um hvort Tinni og Tobbi snúi aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2019 12:30 Tinni kom til Akureyrar í bókinni um Dularfullu stjörnuna. Vísir/Tryggvi. Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“ Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“
Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30