Slökkviliðið á Akranesi treystir á verktaka á meðan beðið er eftir nýjum körfubíl Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2019 13:00 Slökkviliðsstjóri á Akranesi segir þau úrræði sem treyst er á ekki duga til lengdar. Facebook-síða Slökkviliðsins á Akranesi Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Akranes Slökkvilið Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Akranes Slökkvilið Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira