Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2019 12:00 Ökutæki sérsveitarmanna mega ekki stöðva för ökutækis Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. Slíkt á ekki við um almenna lögreglumenn og almenna lögreglubíla og ríkir mikil óánægja meðal þeirra vegna þess að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Setja þurfi skýrari reglur. Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/StefánDómsmálaráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá og með næstu áramótum. Þá óskaði ráðherra eftir því að ríkisendurskoðun myndi geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að talsverðar óánægju gæti meðal lögreglumanna með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, að ítrekað væri kvartað undan því að verklagsreglur væru ekki gefnar út. Meðal annars verklagsreglur um stöðvun ökutækja. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sérsveitarmenn hafi ekki heimild til að taka þátt í aðgerðum sem snúa að því að nota lögreglubíl þeirra til að stöðva för ökutækis. Ríkislögreglustjóri hafi sett reglurnar fyrr á þessu ári eftir að sérsveitarbíll hafði verið notaður við að stöðva för ökutækis en við þá aðgerð varð skemmd á báðum ökutækjum. Tryggingafélag hafi neitað að borga tjónið á þeim forsendum að um ásetningsbrot hafi verið að ræða.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitar lögreglumaðurinn sök.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Þetta setur málin í uppnám því ef þarna hefði kannski orðið slys á ökumönnum og farþegum þá veit maður ekki hver staða þeirra hefði orðið og það er á þessum grunni sem þessar reglur voru settar,“ segir Snorri og bætir við að Tryggingafélög hafi ekki neitað bótaábyrgð áður og þetta sé því nýtt vandamál. „Reglurnar eru settar af embætti ríkislögreglustjóra gagnvart þeim sem aka á merktum lögreglutækjum þaðan en þær hafa ekki verið settar hjá öðrum embættum,“ segir Snorri. Með það ríki mikil óánægja meðal lögreglumanna. „Með það að þeir sem mesta þjálfun og reynslu hafa í svona aðgerðum sé bannað að gera það á meðan þessu er allt örðuvísi farið hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Uppfært klukkan 13:30í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra vegna fréttarinnar hér að ofan kemur fram að í júlímánuði 2018 hafi vátryggingafélag hafnað bótaskyldu vegna tveggja tjóna þar sem heimild yfirmanns hafði verið veitt til stöðvunar ökutækis með ákeyrslu. Það hafi verið mat vátryggingarfélagsins að slíkt væri óbótaskylt tjón þar sem því væri valdið af ásetningi. Embætti ríkislögreglustjóra hafi þá beint báðum málunum til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og liggur niðurstaða fyrir í öðru málinu en í því var niðurstaða tryggingafélagsins staðfest. Þá hafi lögreglumaður verið kærður og síðar ákærður í janúar fyrir stöðvun ökutækis með ákeyrslu. Mjög brýnt sé að fá úr því skorið hver sé réttarstaða lögreglumanna í slíkum aðgerðum og tryggja öryggi þeirra og almennings. Að mati ríkislögreglustjóra sé ekki rétt að setja lögreglumenn í þá aðstöðu sem réttaróvissan skapi. Vegna réttaróvissunnar um lögmæti þess að lögreglan stöðvi ökutæki með ákeyrslu og þá um leið óvissu um réttarstöðu lögreglumanna sem ökumanna, hafi fyrirmælin verið gefin út. Þá segir í tilkynningunni að fyrirmælin taki ekki til sérsveitaraðgerða og áfram sé heimilt að beita slíkri aðferð þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. Auk þess sem fyrirmælin upphefji ekki ákvæði almennra hegningarlaga um neyðarvörn og neyðarrétt. Sérsveitarmenn kunni að vera ósammála niðurstöðu ríkislögreglustjóra um þetta efni en það breyti því ekki að réttaróvissa sé uppi og ríkislögreglustjóri ber húsbóndaábyrð gagnvart starfsmönnum sem starfa hjá embættinu. Honum beri því skylda til að vernda hagsmuni þeirra auk þess sem fá þurfi niðurstöðu um réttmæti slíkra aðgerða. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. Slíkt á ekki við um almenna lögreglumenn og almenna lögreglubíla og ríkir mikil óánægja meðal þeirra vegna þess að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Setja þurfi skýrari reglur. Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/StefánDómsmálaráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá og með næstu áramótum. Þá óskaði ráðherra eftir því að ríkisendurskoðun myndi geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að talsverðar óánægju gæti meðal lögreglumanna með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, að ítrekað væri kvartað undan því að verklagsreglur væru ekki gefnar út. Meðal annars verklagsreglur um stöðvun ökutækja. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sérsveitarmenn hafi ekki heimild til að taka þátt í aðgerðum sem snúa að því að nota lögreglubíl þeirra til að stöðva för ökutækis. Ríkislögreglustjóri hafi sett reglurnar fyrr á þessu ári eftir að sérsveitarbíll hafði verið notaður við að stöðva för ökutækis en við þá aðgerð varð skemmd á báðum ökutækjum. Tryggingafélag hafi neitað að borga tjónið á þeim forsendum að um ásetningsbrot hafi verið að ræða.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitar lögreglumaðurinn sök.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Þetta setur málin í uppnám því ef þarna hefði kannski orðið slys á ökumönnum og farþegum þá veit maður ekki hver staða þeirra hefði orðið og það er á þessum grunni sem þessar reglur voru settar,“ segir Snorri og bætir við að Tryggingafélög hafi ekki neitað bótaábyrgð áður og þetta sé því nýtt vandamál. „Reglurnar eru settar af embætti ríkislögreglustjóra gagnvart þeim sem aka á merktum lögreglutækjum þaðan en þær hafa ekki verið settar hjá öðrum embættum,“ segir Snorri. Með það ríki mikil óánægja meðal lögreglumanna. „Með það að þeir sem mesta þjálfun og reynslu hafa í svona aðgerðum sé bannað að gera það á meðan þessu er allt örðuvísi farið hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Uppfært klukkan 13:30í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra vegna fréttarinnar hér að ofan kemur fram að í júlímánuði 2018 hafi vátryggingafélag hafnað bótaskyldu vegna tveggja tjóna þar sem heimild yfirmanns hafði verið veitt til stöðvunar ökutækis með ákeyrslu. Það hafi verið mat vátryggingarfélagsins að slíkt væri óbótaskylt tjón þar sem því væri valdið af ásetningi. Embætti ríkislögreglustjóra hafi þá beint báðum málunum til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og liggur niðurstaða fyrir í öðru málinu en í því var niðurstaða tryggingafélagsins staðfest. Þá hafi lögreglumaður verið kærður og síðar ákærður í janúar fyrir stöðvun ökutækis með ákeyrslu. Mjög brýnt sé að fá úr því skorið hver sé réttarstaða lögreglumanna í slíkum aðgerðum og tryggja öryggi þeirra og almennings. Að mati ríkislögreglustjóra sé ekki rétt að setja lögreglumenn í þá aðstöðu sem réttaróvissan skapi. Vegna réttaróvissunnar um lögmæti þess að lögreglan stöðvi ökutæki með ákeyrslu og þá um leið óvissu um réttarstöðu lögreglumanna sem ökumanna, hafi fyrirmælin verið gefin út. Þá segir í tilkynningunni að fyrirmælin taki ekki til sérsveitaraðgerða og áfram sé heimilt að beita slíkri aðferð þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. Auk þess sem fyrirmælin upphefji ekki ákvæði almennra hegningarlaga um neyðarvörn og neyðarrétt. Sérsveitarmenn kunni að vera ósammála niðurstöðu ríkislögreglustjóra um þetta efni en það breyti því ekki að réttaróvissa sé uppi og ríkislögreglustjóri ber húsbóndaábyrð gagnvart starfsmönnum sem starfa hjá embættinu. Honum beri því skylda til að vernda hagsmuni þeirra auk þess sem fá þurfi niðurstöðu um réttmæti slíkra aðgerða.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15