Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2019 11:07 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Háskóli Íslands Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03