Indland Davíð Stefánsson skrifar 9. september 2019 07:00 Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Heimsókn Mike Pence Indland Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun